Varð 11 að bana með hjólaskóflu

Að minnsta kosti 11 létu lífið og 20 slösuðust þegar maður, sem starfar í koladreifingu, ók hjólaskóflu á fólk og bíla í borginni Nanzuo í norðurhluta Kína í morgun. 

Svo virðist, sem maðurinn, sem heitir Li Xianliang og er 38 ára, hafi fyrst lent í deilum við viðskiptavin og lauk þeim deilum á að viðskiptavinurinn lét lífið.  Li hélt síðan af stað á hjólaskóflunni og ók á fólk, farartæki og verslanir.  Sjö létu lífið þegar þeir urðu fyrir skóflunni og þrír létust síðar á sjúkrahúsi.

Li var handtekinn. Lögregla segir að hann hafi verið drukkinn.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert