Mæðgur á sjúkrahúsi eftir hnífabardaga

Mæðgurnar bresku gripu til vopna.
Mæðgurnar bresku gripu til vopna. Arnaldur Halldórsson

Tólf ára stúlka og móðir hennar voru fluttar á spítala með alvarleg hnífasár sem þær hlutu í fjölskylduerjum. Mæðgurnar voru fluttar á sjúkrahús í slæmu ástandi í eftirmiðdaginn í gær eftir að þær fundust í Greenford í Vestur-London. Enginn annar er grunaður um verknaðinn.

Móðirin er sögð á fertugsaldri. Lögreglan var kölluð á vettvang eftir að pólskur hundagöngumaður fann konurnar í annarlegu ástandi í miðjum almenningsgarði. Lögreglan reist tvö tjöld á svæðinu og hóf undir eins rannsókn á atvikinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert