Bauð Þjóðverjum Danmörku

Styttan af Kristjáni 9. Danakonungi framan við Stjórnarráðshúsið í Lækjargögu.
Styttan af Kristjáni 9. Danakonungi framan við Stjórnarráðshúsið í Lækjargögu. Kristinn Ingvarsson

Kristján 9. Danakonungur bauð Wilhelm I. Prússakonungi árið 1864 að gera Danmörku að hluta af Þýska sambandsríkinu. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem Margrét Danadrottning veitti rithöfundi einum nýlega aðgang að. Það var í fyrsta sinn hulu var svipt af skjölunum. Politiken greinir frá málinu.

Tilboð Danakonungs mun hafa verið örvæntingarfull tilraun til að koma í veg fyrir að danska konungsríkið missti Slésvík og Holtsetaland til Þjóðverja eftir ósigur gegn þeim 1864.

Kristján 9. konungur hafði ekki samráð við dönsku ríkisstjórnina þegar hann hóf þreifingar þessa efnis við Prússa. Þannig jaðraði umleitan hans við að vera landráð, að sögn Politiken.

Rök konungs voru þau að vissulega myndi Danmörk missa sjálfsstjórn en þrátt fyrir það myndu Danmörk, Slésvík og Holtsetaland áfram teljast til konungsríkisins. Kristján 9. var fæddur og uppalinn í suðurhluta Slésvíkur.

Atburðum þessum er lýst í nýrri bók rithöfundarins Tom Buk-Swientys sem heitir „Dommedag Als“ en hún kemur út 25. ágúst næstkomandi.

Áður hefur komið fram að Danir hafi verið reiðubúnir að skipta á Íslandi og hluta Slésvíkur í samningum við Prússa og Austurríkismenn sumarið og haustið 1964. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur fjallaði m.a. um þessar þreifingar Dana og Þjóðverja um skipti á Íslandi og Norður-Slésvík. Einnig er sagt frá þessu í bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings um Jón Sigurðsson forseta.

Kristján 9. var konungur Danmerkur og Íslands frá 1863 til 1906. Í hans konungstíð fengu Íslendingar stjórnarskrá 1874 og heimastjórn 1904. Stytta af honum er framan við Stjórnarráðið í Lækjargötu þar sem hann réttir fram stjórnarskrána.

Kristján 9. Danakonungur.
Kristján 9. Danakonungur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...