Bardot vill stöðva grindadráp

Grindadráp í Færeyjum í sumar.
Grindadráp í Færeyjum í sumar. Reuters

Franski dýravinurinn og fyrrum kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot og náttúruverndarsamtökin Sea Shepherd sendu Margréti Danadrottningu bréf í dag og báðu hana um að stöðva grindhvaladráp Færeyinga.

„Þessi hryllilega uppákoma er til skammar fyrir Danmörku og Færeyjar," segir í bréfinu. „Þetta eru ekki veiðar heldur fjöldaslátrun," bæta Bardot og Sea Shepherd við og segja að um sé að ræða úreltan sið sem ekki sé hægt að réttlæta í nútímanum.

Christophe Marie, talsmaður stofnunar Brigitte Bardot, sem berst fyrir réttindum dýra, segir að fylgst hafi verið með grindadrápum í Færeyjum undanfarnar þrjár vikur.

Hann sagði að upphaflega hefði grindhval verið slátrað til að sjá eyjaskeggjum fyrir mat en því sé ekki lengur að heilsa. Í gær hafi fulltrúar samtakanna fundið fjölda grindhvalahræja, sem hefðu hreinlega verið skilin eftir í afviknum firði.

Stofnun Bardot og Sea Shepherd segja, að Danir beri ábyrgð á þessu. Þótt Færeyjar hafi heimastjórn hafi danska strandgæslan eftirlit með lögsögu Færeyja og verndi þannig bátana, sem notaðir séu til að reka hvalina á land.  

Kate Sanderson, sem starfar í færeyska utanríkisráðuneytinu, segir að ásakanirnar í bréfinu séu fráleitar. Um sé að ræða veiðar, sem kunni að virðast ómannúðlegar en þeir, sem mótmæli því að dýr séu drepin með hnífum hafi aldrei verið í sláturhúsum.

Brigitte Bardot.
Brigitte Bardot. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
úngbarna baðborð með fjórum skúffum
er með nýlegt úngbarnabaðborð með fjórum skúffum.sími 869-2798 verð 5000 kr...
Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...