Bardot vill stöðva grindadráp

Grindadráp í Færeyjum í sumar.
Grindadráp í Færeyjum í sumar. Reuters

Franski dýravinurinn og fyrrum kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot og náttúruverndarsamtökin Sea Shepherd sendu Margréti Danadrottningu bréf í dag og báðu hana um að stöðva grindhvaladráp Færeyinga.

„Þessi hryllilega uppákoma er til skammar fyrir Danmörku og Færeyjar," segir í bréfinu. „Þetta eru ekki veiðar heldur fjöldaslátrun," bæta Bardot og Sea Shepherd við og segja að um sé að ræða úreltan sið sem ekki sé hægt að réttlæta í nútímanum.

Christophe Marie, talsmaður stofnunar Brigitte Bardot, sem berst fyrir réttindum dýra, segir að fylgst hafi verið með grindadrápum í Færeyjum undanfarnar þrjár vikur.

Hann sagði að upphaflega hefði grindhval verið slátrað til að sjá eyjaskeggjum fyrir mat en því sé ekki lengur að heilsa. Í gær hafi fulltrúar samtakanna fundið fjölda grindhvalahræja, sem hefðu hreinlega verið skilin eftir í afviknum firði.

Stofnun Bardot og Sea Shepherd segja, að Danir beri ábyrgð á þessu. Þótt Færeyjar hafi heimastjórn hafi danska strandgæslan eftirlit með lögsögu Færeyja og verndi þannig bátana, sem notaðir séu til að reka hvalina á land.  

Kate Sanderson, sem starfar í færeyska utanríkisráðuneytinu, segir að ásakanirnar í bréfinu séu fráleitar. Um sé að ræða veiðar, sem kunni að virðast ómannúðlegar en þeir, sem mótmæli því að dýr séu drepin með hnífum hafi aldrei verið í sláturhúsum.

Brigitte Bardot.
Brigitte Bardot. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...