Yrðu stærstu vopnaviðskipti í sögu Bandaríkjanna

Bandarískar Apache herþyrlur eru á meðal þess sem Sádi-arabar hyggjast ...
Bandarískar Apache herþyrlur eru á meðal þess sem Sádi-arabar hyggjast kaupa. Reuters

Bandarískir embættismenn segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni brátt greina þinginu frá sölu á vopnum til Sádi-arabíu fyrir 60 milljarða dala (um 7.000 milljarða króna). Hátæknilegar herþotur og herþyrlur eru á meðal þess sem Sádi-arabar muni kaupa. Salan bíður samþykkis Bandaríkjaþings.

Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir í samtali við Reuters fréttastofuna að búist sé við því að tilkynning muni berast þinginu innan viku eða þar um bil. Hann hefur hins vegar ekki viljað tjá sig um samninginn.

Þetta yrði einn stærsti vopnasölusamningur í sögu Bandaríkjanna og er hann sagður tryggja 75.000 störf, að því er segir á vef breska útvarpsins.

Wall Street Journal segir að markmiðið sé að styrkja sádi-arabíska herinn sem öflugan bandamann Bandaríkjanna gegn Íran. Sádi-arabía er auðugasta arabaríkið við Persaflóa. Herinn er mjög öflugur og hann býr yfir háþróuðum vopnabúnaði.

Þegar bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt þinginu um samkomulagið geta þingmenn þrýst á um breytingar, lagt fram ákveðin skilyrði eða komið í veg fyrir viðskiptin.

Fram kemur í bandarískum fjölmiðlum að ríkisstjórn Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, muni gefa grænt ljós á sölu  á F-15 herþotum og herþyrlum af gerðunum Apache, Black Hawk og Little Bird.

Talið er að sala á vopnabúnaði fyrir 30 milljarða dala til viðbótar geti bæst við samkomulag ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...