Öllum bjargað upp

Síðasta námumanninum af 33 var bjargað upp úr San José-námunni í Síle rétt eftir klukkan eitt eftir miðnætti. Björgunaraðgerðir tóku allt í allt tæpan sólarhring, mun styttri tíma en reiknað var með. Allir menninir voru líkamlega heilsuhraustir þrátt fyrir hátt í 70 daga einangrun á um 700 metra dýpi.

Síðastur upp úr námunni var hífður, eins og lagt var upp með, vaktstjórinn Luis Urzua. Þegar björgunarhylkið náði að yfirborði var eitt þúsund blöðrum sleppt upp í loftið. Urzua ræddi vel og lengi við forseta Síle, Sebastian Pinera, og bað um að slíkt hörmunarslys myndi ekki endurtaka sig. Í kjölfarið sungu þeir þjóðsöng Síle saman, ásamt öllum viðstöddum.

Meðal þess sem Urzua sagði forseta sínum var, að erfiðasta andartakið hafi verið þegar mennirnir sáu grjótið sem lokaði þá inni. Pinera hrósaði Urzua fyrir að hafa haldið stöðu sinni og lokið langri vakt með prýði.

Í ræðu sinni eftir að björgunaraðgerðum var lokið sagði Pinera, að Síle væri betur metið að verðleikum sínum eftir vel heppnaða aðgerð. Hann sagði þjóðina aldrei muna gleyma þessum atburði. Þjóðin hafi tekið á verkefninu sameinuð og gert það vel.

Sebastian Pinera, forseti Síle, var fyrstur til að taka á ...
Sebastian Pinera, forseti Síle, var fyrstur til að taka á móti verkstjóranum Luis Urzua, síðasta námumanninum sem bjargað var upp úr námunni. Reuters
Gríðarlegur fögnuður braust út þegar síðasti námumaðurinn kom upp á ...
Gríðarlegur fögnuður braust út þegar síðasti námumaðurinn kom upp á yfirborðið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...