Hálshöggnir fyrir nauðgun

Fáni Saudi-Arabíu
Fáni Saudi-Arabíu

Tveir pakistanskir karlmenn voru hálshöggvnir með sverði í Saudi-Arabíu í dag eftir að hafa verið fundir sekir um nauðgun.

Mönnunum var gefið að sök að hafa brotist inn í hús erlendrar fjölskyldu og nauðga þar konu áður en þeir létu greipar sópa.

Á þessu ári hafa 21 verið hálshöggvnir í landinu samkvæmt opinberum tölum. Á síðasta ári hlutu 67 þessa refsingu og 102 árið á undan.

Samkvæmt Sharia lögum liggur dauðadómur við því að fremja nokkra glæpi. Þeir eru morð, trúarafneitun, vopnuð rán, nauðgun og eiturlyfjasala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert