Svartur dagur í Rússlandi

Rússneskt geimfar.
Rússneskt geimfar. Reuters

Rússar minnast þess í dag að fimmtíu ár eru liðin frá mannskæðasta slysi sögunnar sem tengist geimferðum. Hinn 24. október 1960 létu 126 manns lífið þegar R-16 ICBM geimflaug sprakk við flugtak á skotpalli sínum.

 „Fólk lést í miklum kvölum, í raun brann allt fólk til dauða, en Rússland og heimurinn fréttu ekkert af slysinu eða fórnarlömbum þess,“ segir í fréttatilkynningu frá rússnesku geimferðastofnuninni Roscosmos en Sovétríkin fluttu engar fréttir af slysinu. Gögn um slysið uppgötvuðust ekki fyrr en á tíunda áratugnum.

„Slysið er talið mesti harmleikur í geimferðasögu mannkynsins.“

Í Bandaríkjunum er slysið kallað Nedelin-hörmungarnar en yfirmaður geimflaugaverkefnisins, Mitrofan Nedelin, var einn þeirra sem lést í slysinu.

Sama dag, þremur árum síðar, létust sjö manns þegar önnur rússnesk geimflaug sprakk í flugtaki.

24. október er því „svartur dagur“ í rússneskri geimferðasögu en fórnarlömbum slysa er víða minnst í Rússlandi í dag.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert