Taka á þvinguðum hjónaböndum

Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. (t.v.)
Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra Þýskalands. (t.v.) MURAD SEZER

Ríkisstjórn Þýskalands samþykkti í morgun lagadrög, sem gera þvinguð hjónabönd ólögleg. Jafnframt verður tekið harðar á innflytjendum sem ekki laga sig að þýsku samfélagi. Heitar umræður hafa verið um innflytjendamál í Þýskalandi að undanförnu.

Sá sem þvingar annan í hjónaband getur, verði lögin samþykkt, getur átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist. Jafnframt á að auðvelda þeim konum sem fluttar hafa verið úr landi, eftir að hafa verið þvingaðar í hjónaband, að snúa aftur til Þýskalands.

„Þvinguð hjónabönd eru mikið vandamál í Þýskalandi, og ber að taka alvarlega,“ sagði Thomas de Maiziere, innanríkisráðherra, í yfirlýsingu.

Ríkisstjórnin mun reyna að breyta lögum með það fyrir að augum að aðgerðum verði beitt gegn þeim innflytjendum sem ekki sæki svokölluð „aðlögunarnámskeið.“

De Maiziere reiknar með að breytingarnar hafi áhrif á 10-15% innflytjenda í landinu.

Eftir breytingarnar verður stjórnvöldum gert að athuga það sérstaklega hvort innflytjandi hafi sótt námskeið áður en afstaða er tekin til þess hvort framlengja eigi dvalarleyfi þeirra. Hafi námskeið ekki verið sótt getur innflytjandinn átt á hættu að umsókn hans um áframhaldandi dvöl hafnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert