Google veldur milliríkjadeilu

Google
Google BOBBY YIP

Villa í Google Maps, kortaþjónustu Google, hefur orsakað deilu á landamærum Níkarakva og Kosta Ríka. Bæði lönd hafa sent herlið og vopnaða lögregluþjóna að landamærunum í kjölfar þess að Níkarakva hertók svæði á Kosta Ríka.

Deilt hefur verið um yfirráð yfir umræddu landsvæði, en herforingi í níkaraskva  hernum vísaði í legu landamæranna á kortum Google í viðtalið við dagblaðið La Nacion á Kosta Ríka. Hann sagði kortið sýna hina réttu legu landamæranna og þar með væri innrásin réttmæt.

Samtök Ameríkuþjóða (OAS) hafa verið beðin um að miðla málum, en aðalritari samtakanna, José Manuel Insulza, er nú á ferð um löndin í þeim erindum.

Talsmaður Google segir að samtal við innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi leitt það í ljós að villu væri að finna í þeim gögnum sem Google notaði við kortagerðina. Skekkjan væri upp á allt að 2,7 kílómetrum þar sem mest væri. Skekkjan verður leiðrétt, að sögn Google.

Yfirvöld í Níkarakva hafa hafnað kröfu Kosta Ríka um leiðréttingu, og segja útgáfu Google rétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert