Assange handtekinn fljótlega

Julian Assange stofnandi WikiLeaks
Julian Assange stofnandi WikiLeaks Reuters

Bresk stjórnvöld eiga von á því að fljótlega verði gefin út ný handtökuskipun á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, samkvæmt heimildum BBC. Fyrri handtökuskipuninni á hendur Assange í Evrópu var hafnað þar sem hún var ekki lögmæt.

Assange er eftirlýstur í Svíþjóð í tengslum við nauðgunarmál. Yfirmaður  bresku skrifstofunnar sem fer með skipulagða glæpastarfsemi, Serious Organiesed Crime Agency, (Soca), neitaði að tjá sig við BBC um málið. Soca fer með evrópskar handtökuskipanir í Bretlandi.

Samkvæmt frétt BBC var handtökuskipunin á hendur Assange gefin út í tengslum við ásaknir tveggja kvenna um að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega. Assange hefur ekki verið ákærður fyrir kynferðisbrot heldur mætti hann ekki til skýrslutöku í málinu og því var handtökuskipunin gefin út.

Assange, sem er talinn vera í Bretlandi, neitar ásökunum og segir að þær séu hluti af rógherferðinni gegn sér. En eins og fram hefur komið hefur WikiLeaks birt ógrynni leynilegra skjala. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert