Búsáhaldabylting á Írlandi

Óánægja ríkir meðal almennings á Írlandi vegna neyðarsamkomulags við AGS ...
Óánægja ríkir meðal almennings á Írlandi vegna neyðarsamkomulags við AGS og ESB. CATHAL MCNAUGHTON

„Á Íslandi hópaðist fólk saman á götum úti og barði potta og pönnur. Þeir létu bankana sína falla og veltu ríkisstjórninni úr sessi. Við þurfum að fara sömu leið,“ segir einn skipuleggjenda mótmæla í Dublin.

Í frétt á vef írska blaðsins Irish Times er greint frá mótmælasamkomu sem sögð er byggð á „potta- og pönnuhreyfingunni“ á Íslandi. Mótmælin, sem fóru friðsamlega fram, voru skipulögð á samskiptavefnum Facebook.

Mikil reiði er í landinu vegna efnahagsástandsins. Síðla árs 2008 hétu stjórnvöld því að ábyrgjast allar skuldbindingar írskra bankastofnana, en sú ákvörðun virðist nú vera að koma þeim í koll. Skipuleggjandinn, sem ekki vildi láta nafn síns getið segir einkabanka eiga að bera ábyrgð á eigin skuldbindingum.

Nýverið sömdu Írar um lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Fyrirséð er að vaxtabyrðin af láninu verðu Írum afar þung, sem þurfa jafnframt að skera gríðarlega niður í ríkisfjármálum.

Önnur potta- og pönnumótmæli hafa verið boðuð næstkomandi þriðjudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...