Bann við fóstureyðingum dæmt ólöglegt

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. Reuters

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að lög sem banna fóstureyðingar á Írlandi brjóti mannréttindasáttmála Evrópu sem Írar eru aðilar að.

Þrjár konur fóru með málið fyrir dómstólinn, en þær fóru í fóstureyðingu í Bretlandi. Ein konan taldi að meðgangan hafi ógnað lífi sínu en hún gekkst undir krabbameinsaðgerð án þess að vita að hún var ófrísk.

Fóstureyðingalöggjöfin á Írlandi hefur alla tíð verið mjög ströng. Írsk stjórnvöld segja að lögin heimili fóstureyðingar ef lífi móður er ógnað, en lögmenn konunnar sögðu að þannig væri það ekki í reynd.

Hinar konurnar tvær sem líka kærðu málið til Mannréttindadómstólsins töpuðu máli sínu, en önnur þeirra var með utanlegsfóstur og hin átti við áfengisvanda að stríða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert