Flóð hækka kola- og stálverð

Umferðarskilti á kafi í borginni Rockhampton í Queensland.
Umferðarskilti á kafi í borginni Rockhampton í Queensland. Reuters

Flóðin í Queenslandríki í Ástralíu munu hafa veruleg áhrif á stáliðnaðinn. Ástralar flytja út mikið af kolum sem fara til notkunar í stáliðjuverum en nú er ljóst að mikil röskun verður á útflutningi á kolum frá landinu. Verð á kolum hefur hækkað en það þýðir aftur verðhækkanir á stáli.

Þetta kom fram í máli Önnu Bligh, ríkisstjóra Queensland, en kolagröftur liggur nú niðri í þremur af hverjum fjórum kolanámum þessa víðfeðma ríki. Skipta námurnar tugum.

Verð á tonni af kolum frá Queensland sem notuð eru við stálbræðslu hefur hækkað úr 225 bandaríkjadölum í 253 dali tonnið. 

Breska útvarpið, BBC, gerir málinu skil en á vef þess er rætt við Grant Craighead, greinanda hjá fyrirtækinu Stock Resource í Sydney, sem telur að verðið á kolum muni hækka enn.

Kol gegna mikilvægu hlutverki við stálbræðslu og mun verð á stáli því hækka í kjölfarið, með tilheyrandi áhrifum á verðlag á ýmsum framleiðsluvörum úr stáli. 

Þá er talið að áhrif flóðanna í Queensland og úrhellis í öðrum ríkjum Ástralíu muni koma niður á hveitirækt í landinu og þar með leiða til verðhækkana á hveiti. Grannt er fylgst með þróuninni, enda er Ástralía fjórði mesti hveitiútflytjandi heims.

Borgin Bundaberg er undir vatni.
Borgin Bundaberg er undir vatni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
KTM 990 adventure árg 2010
Til sölu þetta frábæra ferðahjól. Græjan til að ferðast um Íslanda. Gott bæði á ...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...