Átök magnast í Egyptalandi

Frá mótmælum á Tharir-torgi í Kaíró í kvöld, en átök ...
Frá mótmælum á Tharir-torgi í Kaíró í kvöld, en átök hafa einnig breiðst út um landið. Reuters

Mótmælin í Egyptalandi halda áfram og hafa breiðst út um allt land. Þannig lokuðu mótmælendur járnbrautum og þjóðvegum við borgina Assiut í dag, sem eru mikilvægar samgönguleiðir milli norður- og suðurhluta landsins. Þá létust minnst fimm manns í átökum í bænum Kharga. Alls hafa um 300 manns látist frá því að mótmælin hófust fyrir um tveimur vikum.

Borgin Assiut er um 350 km suður af höfuðborginni, Kairó. Þar þustu um 4.000 mótmælendur út á götur og lokuðu lestarteinum með timbri og múrsteinum. Einnig var kveikt í dekkjastæðum. Krafa mótmælenda er áfram sú sama, að forsetinn Hosni Mubarak fari tafarlaust frá völdum.

Utanríkisráðherra Egyptalands lýsti því svo yfir í kvöld að stjórnvöld muni beita hervaldi í auknum mæli til að koma í veg fyrir allsherjar upplausn í landinu, eins og það var orðað.

Mótmælendur bera á milli sína stóran fána Egyptalands í Karíró ...
Mótmælendur bera á milli sína stóran fána Egyptalands í Karíró í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Dekkjavélar
Nýjar og notaðar dekkjavélar til sölu M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkj...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...