Eignaðist 8 börn með stjúpdóttur sinni

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan í ágúst í fyrra.
Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan í ágúst í fyrra. Reuters

48 ára gamall þýskur karlmaður, sem ákærður er fyrir að hafa misnotað stjúpson sinn, dóttur og stjúpdóttur kynferðislega auk þess að feðra átta börn þeirrar síðastnefndu, verður leiddur fyrir dómara í næstu viku.

Maðurinn, sem nefndum er Detlef S. í fjölmiðlum, er ákærður fyrir 350 brot, kynferðislega misnotkun og alvarlegt kynferðisofbeldi gegn börnum. Hann er grunaður um að hafa á 23 ára tímabili, frá 1987 til 2010, misnotað börnin og skipað stúlkunum tveimur að hafa mök við aðra menn gegn greiðslu. „Við veltum börnunum á heimilinu oft fyrir okkur. Sérstaklega vegna þess hve mikið þau líktust honum,“ sagði nágranni Detlef S. 

Detlef S. eignaðist átta börn með stjúpdóttur sinni, en eitt þeirra lét lífið. Samkvæmt þýska dagblaðinu Rhein Zeitung hefur faðernið verið staðfest með DNA-rannsóknum. Detlef var handtekinn þann 10.ágúst i fyrra og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan. Réttarhöldin yfir honum hefjast í Koblenz, í vesturhluta Þýskalands, á þriðjudag.

„Brotin eru svo skelfileg að reyndustu lögfræðingum er brugðið," segir í Rhein Zeitung.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert