Gaddafi ætlar ekki að yfirgefa Líbíu

Muammar Gaddafi les úr „Grænu bókinni“, handbók eftir leiðtogann sem …
Muammar Gaddafi les úr „Grænu bókinni“, handbók eftir leiðtogann sem sögð er svara öllum spurningum um hvernig beri að stýra Líbíu sem alvöru lýðveldi. Reuters

Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, segir að hann muni ekki yfirgefa Líbíu. Hann muni deyja á á líbýskri grundu. Þetta sagði hann í sjónvarpsávarpi til líbísku þjóðarinnar.

Þetta er fyrsta sjónvarpsávarpið sem Gaddafi flytur síðan mótmæli hófust í landinu. Í ávarpinu las hann upp úr stjórnarskrá landsins og sagði að samkvæmt henni mætti taka óvini ríkisins af lífi. Hann minnti á að hann gegndi engri formlegum embætti og því væri tómt mál að tala um að hann ætti að segja af sér. Hann myndi halda áfram að verða yfirmaður byltingarinnar og vísaði þar til byltingarinnar sem hann stóð fyrir árið 1969 þegar hann komst til valda.

Gaddafi sagði að mótmælendur sem hafa krafist breytinga á stjórnarfari í Líbíu væru ungt fólk sem hefði verið gefið ofskynjunarlyf. Hann kallaði mótmælendur svikara og hvatti þá sem elskuðu Muammar Gaddafi að ganga fram fyrir skjöldu og verja landið fyrir þessum lýð.

„Öll ríki Afríku líta upp til Líbíu. Allir ráðamenn í heiminum líta upp til Líbíu. Mótmælendur þjóna málstað djöfulsins og vilja niðurlægja þig,“ sagði Gaddafi.

„Bardagar munu halda áfram á götum úti þar til Líbía hefur verið frelsuð,“ sagði Gaddafi og barði ítrekað í borðið þegar hann flutti ávarpið.

Mótmælendur telja tímabært að Gaddafi segi af sér.
Mótmælendur telja tímabært að Gaddafi segi af sér. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert