„Bin Laden er óvinurinn“

Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi segir að Osama Bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, og stuðningsmenn hans beri ábyrgð á mótmælunum og uppreisninni í Líbíu. Þetta sagði Gaddafi í samtali við  ríkissjónvarp landsins.

„Bin Laden [...] það er óvinurinn sem er að ráðskast með fólkið. Ekki láta Bin Laden hafa áhrif á ykkur,“ sagði Gaddafi. 

Gaddafi, sem er nú staddur í bænum al-Zawiya, sagði í símaviðtali að verið væri að gefa ungu fólki áfengi og eiturlyf og fá þau til að taka þátt í skemmdarstarfsemi.

Gaddafi reynir nú að halda yfirráðum yfir höfuðborginni Trípolí og öðrum borgum í vesturhluta landsins. Mótmælendur hafa náð yfirráðu yfir mörgum borgum í Austur-Líbíu.

„Það liggur í augum uppi að al-Qaeda stýrir þessum aðgerðum. Þessi vopnuðu ungmenni, börnin okkar, eru hvött áfram af fólki sem Bandaríkin og hinn vestræni heimur vill handtaka,“ sagði Gaddafi ennfremur.

Frá borginni Benghazi í austurhluta Líbíu í dag.
Frá borginni Benghazi í austurhluta Líbíu í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert