Kókaín í höfuðstöðvum NASA

Endeavour geimflauginni verður skotið á loft í næsta mánuði.
Endeavour geimflauginni verður skotið á loft í næsta mánuði. Reuters

Grunsamlegur pakki með hvítu dufti fannst nýverið í höfuðstöðvum NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar, eða Kennedy Space Center. Í ljós kom að um kókaín var að ræða, alls 4,2 grömm. Er málið í rannsókn og litið mjög alvarlegum augum af stjórnendum NASA.

NASA tilkynnti um þetta í kvöld en ekki var upplýst hvar nákvæmlega í bygginginni fíkniefnin fundust. Í gildi eru mjög strangar reglur hjá NASA um fíkniefni. Á fréttamannafundi vildi talsmaður NASA ekki svara spurningum um hvort einhver starfsmannanna hefði reynst jákvæður á fíkniefnaprófi.

Á mánudag lést verkfræðingur hjá undirverktaka NASA, er hann var að störfum við skotpallinn í Kennedy Space Center, þaðan sem geimflauginni Endeavour verður skotið á loft í næsta mánuði. Spurður hvort þessi tvö atvik tengdust vildi talsmaður NASA ekkert segja til um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert