Þurfa að rifja upp gömlu gildin

Håkan Juholt.
Håkan Juholt.

Håkan Juholt, nýkjörinn leiðtogi Sósíaldemókrata í Svíþjóð, segir flokkinn þurfa að hafa þau gildi í hávegum sem hafa gert hann að því stórveldi sem hann er í sænskri pólitík. Ósigrar í síðustu kosningum hafi ekki síst verið vegna þess að hvikað hafi verið frá þeirri hugsun.

Í sinni fyrstu ræðu sem formaður flokksins sagði Juholt að ná þurfi fram „vexti byggðum á gildum, mórölskum vexti.“

„Árið 2006 töpuðum við vegna þess að okkur hafði ekki tekist að tryggja jafnrétti og samstöðu, þótt við höfum haft völd til þess í langan tíma,“ sagði Juholt í ræðu sinni. „Árið 2010 sneru enn fleiri kjósendur baki við okkur vegna þess að við gátum ekki boðið þeim upp á trúverðuga samfélagsgreiningu eða stefnu með sósíal-demókratískum áherslum.“

Juholt, sem er 48 ára og fyrrverandi blaðamaður, var sjálfkjörinn á fundi flokksins sem kallað hafði verið til gagngert til þess að kjósa arftaka Monu Sahlin.

Sahlin sagði af sér í kjölfar slæms ósigurs flokksins í síðustu þingkosningum. Því eiga Sósíaldemókratar ekki að venjast, en þeir hafa meira og minna haldið um valdataumana í Svíþjóð frá því árið 1932.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert