Lýsa stuðningi við neyðarlán til Portúgal

Fjármálaráðherra Portúgals, Fernando Teixeira dos Santos ræðir við Olli Rehn, …
Fjármálaráðherra Portúgals, Fernando Teixeira dos Santos ræðir við Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála ESB í dag. FRANCOIS LENOIR

Fjármálaráðherrar 17 landa evrusvæðisins auk tíu annarra Evrópusambandsríkja lýstu í dag yfir einróma stuðningi við neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Portúgala upp á 78 milljarða evra.

Var ákvörðunin tekin á fundi ráðherranna þar sem átti aðallega að fjalla um leiðir til þess að milda skilmála neyðarláns Grikkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert