Finna fjöldagröf í Sýrlandi

Frá mótmælum í borginni Deraa í Sýrlandi.
Frá mótmælum í borginni Deraa í Sýrlandi. Reuters

Íbúar í borginni Deraa í Sýrlandi segja að fjöldagröf með líkum þrettán manns hafi fundist þar. Hefur borgin verið einn helsti miðpunktur mótmæla í landinu undanfarið. Ekki er vitað hver ber ábyrgð á fjöldagröfinni. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

Segja borgarbúar að hundruða sé saknað eftir að stjórnvöld börðu niður mótmæli þar sem hófstu þann 18. mars. Aukin harka færðist í leikinn þegar herinn lét til skarar skríða í lok apríl til þess að bæla niður uppreisnina gegn Bashar al-Assad forseta.

Fimm hinna látnu eru sagðir vera úr sömu fjölskyldunni. Faðir ásamt fjórum börnum sínum. Voru líkin með hendur bundnar fyrir aftan bak líkt og hermenn- og öryggissveitir hafa gert við mótmælendur. Grunur borgarbúa beinist því að öryggissveitum ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert