Kínverjar styðja evruna og ESB

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. Reuters

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, sagði í dag að hann væri „enn sannfærður“ um að Evrópusambandið myndi yfirstíga efnahagserfiðleikana sem það glímir við. Hann sagði ennfremur að Kínverjar myndu halda áfram að fjárfesta á skuldabréfamarkaði sambandsins um langa framtíð. Fréttaveitan Reuters greinir frá þessu í dag.

Wen lét þessi ummæli falla á blaðamannafundi með forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, en hann er nú staddur þar í landi í opinberri heimsókn. „Ég hef trú á efnahagsþróun Evrópusambandsins,“ sagði Wen og bætti við að í framtíðinni líkt og til þessa myndi Kína styðja sambandið og evruna.

Fram kemur í frétt Reuters að eignir Kínverja bundnar í evrum nemi yfir 3 trilljónum dollara og þeir leggi því gríðarlega áherslu á að reyna að tryggja að verðmæti þeirra minnki ekki. Haft er eftir sérfræðingum að Kínverjar muni þó líklega verja aðeins takmörkuðum fjármunum í að kaupa upp evrópsk skuldabréf í því skyni að róa markaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert