Kjarnorkuver sé ekki í hættu

Vatn umlykur Fort Calhoun kjarnorkuverið í Nebraska.
Vatn umlykur Fort Calhoun kjarnorkuverið í Nebraska. Reuters

Yfirvöld í Nebraska í Bandaríkjunum segja að engin hætta sé fyrir hendi þrátt fyrir að varnargarður við Fort Calhoun kjarnorkuverið hafi gefið sig vegna mikilla flóða. Missouri fljót hefur flætt yfir bakka sína og víða valdið usla. 

Stjórnvöld segjast fylgjast grannt með framvindu mála. Þau segja að ekkert vatn hafi farið inn í verið.

Starfsemi í kjarnorkuverinu var stöðvuð í apríl sl. en unnið hefur verið að því að bæta á eldsneytisbirgðir þess. 

Kjarnorkueftirlitsstofnun Bandaríkjanna segja að ekki sé búist við því að vatnsyfirborðið muni hækka umfram það sem kjarnorkuverið eigi að þola. Engin hætta sé því fyrir hendi.

Öryggisfulltrúar voru sendir á vettvang til að skoða aðstæður í kjarnorkuverinu, sem er um 32 km norður af Omaha, þegar varnargarðurinn hrundi. Vatn umlykur nú byggingar segir í yfirlýsingu frá stofnuninni.

Orkuveitan í Omaha segir að kjarnorkuverði verið ekki tekið aftur í gagnið fyrr en það fari að sjatna.

Stór svæði eru undir vatni í Bandaríkjunum.
Stór svæði eru undir vatni í Bandaríkjunum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert