Öldungadeildin fær ekki frí

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni og Mitch McConnell, leiðtogi …
Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni og Mitch McConnell, leiðtogi rebúblikana. Reuter

Öldungadeild bandaríska þingsins mun sleppa því að taka hið hefðbundna vikufrí sem þingmennirnir eiga rétt á í tilefni 4. júlí, þjóðhátíðardags Bandaríkjamanna, en munu í stað þess reyna til hins ítrasta að ná saman um aðgerðir í ríkisfjármálunum.

„Við höfum verk að vinna og verðum að störfum,“ sagði Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni í dag en í gær hvatti Barack Obama þingmennina til þess að yfirgefa ekki Washington yfir hátíðina nema viðræður hefðu þokast í samkomulagsátt.

Viðræður demókrata og rebúblikana um aðgerðir til þess að forða ríkinu frá greiðslufalli hafa lítt þokast en demókratar fara fram á að skorið verði niður í útgjöldum og hátekjuskattar hækkaðir. Rebúblikanar hafa hins vegar þverneitað að hækka skatta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert