Norðmenn áminna mulla Krekar

Múllann Krekar.
Múllann Krekar. mbl.is

Norski ríkissaksóknarinn hefur áminnt mulla Krekar, sem er kennimaður múslíma, fyrr að hafa hvatt til ógnarverka gegn fólki í áhrifastöðum, að sögn fréttavefjarins ABC Nyheter.

Mulla Krekar þótti hafa haft í hótunum við Ernu Solberg, formann Hægri flokksins, á blaðamannafundi. Hótunin tengdist umræðu um að vísa mullanum úr landi.

„Dauði minn verður kostnaðarsamur fyrir norskt samfélags. Og ef til dæmis Erna Solberg kastar mér úr landi og veldur dauða mínum þá bíða hennar sömu örlög,“ sagði Krekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert