Hámark 30 ára fangelsi

Norska réttarkerfið skoðar mögulegar kærur á hendur Breivik fjöldamorðingja.
Norska réttarkerfið skoðar mögulegar kærur á hendur Breivik fjöldamorðingja. Reuters

Norska lögreglan gæti sóst eftir að  kæra Breivik fyrir morð á 76 manns sem glæp gegn mannkyninu og er hámarksrefsingin 30 ára fangelsisvist.

Nýja kæran gegn Anders Behring Breivik myndi þýða að hann sæti lengur en 21 ár sem er refsingu fyrir hryðjuverkastarfsemi eftir sprengjutilræði og skotárás sem Norðmenn telja ekki nægilega stranga refsingu. 

Christian Hatlo, saksóknari sagði í samtali við Aftenposten að nýja kæran  væri aðeins möguleiki en hún myndi byggjast  á lögum sem sett voru árið 2008.

„Engar ákvarðanir hafa verið teknar,“sagði Hatlo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert