Vilja endurskoða lög um skotvopn

mbl.is

Nokkrir stjórnmálaflokkar í Svíþjóð vilja að lög um skotvopn í landinu verði endurskoðuð í kjölfar árásanna í Noregi síðastliðinn föstudag. Þar á meðal Kristilegi demókrataflokkurinn, Miðflokkurinn, Þjóðarflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn.

„Það er sorgleg staðreynd að lög um skotvopn í Svíþjóð leyfa þá tegund vopna sem notuð var í Noregi, hálfsjálfvirkt vopn sem er nánast til hernaðarnota,“ sagði Tuve Skånberg, þingmaður kristilegra demókrata, við sænska ríkisútvarpið.

haft var eftir dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Beatrice Ask, að verið væri að athuga hvort þörf væri á að endurskoða núgildandi löggjöf.

Eins og fram kom hér á mbl.is í gær var þá haft eftir fulltrúa sænsku lögreglunnar að ofbeldisverk eins og framið var í Noregi væri ekki hægt að fremja í Svíþjóð vegna strangra laga um skotvopn. Þessu eru stjórnmálaflokkarnir greinilega ósammála.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert