Vísa innflytjendum frá Jólaeyju

Um 40 ástralskir lögreglumenn hafa verið sendir á Jólaeyju til að flytja þaðan ólöglega innflytjendur til Malasíu. Fólkið, sem flest kemur frá Afganistan, kom til eyjarinnar á þriðjudaginn. Í hópnum eru 54 manns, þeirra á meðal 13 börn sem eru á eigin vegum og án foreldra sinna.

Fólkið hótar hungurverkfalli, verði það flutt nauðugt til Malasíu. Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, segir það ekki hafa nein áhrif í þessu sambandi; fólkið verði flutt til Malasíu, en Ástralir undirrituðu nýlega samning við malasísk stjórnvöld um flutning á innflytjendum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert