Fyrsta konan sem stýrir herskipi

Herskip breska sjóhersins.
Herskip breska sjóhersins. Reuters

Sjóliðsforinginn Sarah West, 39 ára verður fyrsta konan til að stýra herskipi í 500 ára sögu konunglega breska sjóhersins. West mun taka við stjórn herskipsins HMS Portland.

Konum var fyrst leyft að ganga í sjóherinn árið 1990 en hingað til hefur engin kona stýrt herskipum, aðeins skipum sem eru ekki á bardagasvæðum.

West var valin vegna leiðtogahæfileika sinna, öryggis, siðferðislegs hugrekkis, góðrar dómgreindar og framúrskarandi mannlegra eiginleika. 

West er fædd og uppalin í Lincolnshire og nam stærðfræði í háskólanum í Lincolnshire áður en hún byrjaði í sjóhernum. 

Sjá frétt á vef The Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert