Segja NATO bera ábyrgð á dauða 85 þorpsbúa

Reuters

Stjórnvöld í Líbíu saka herlið Atlantshafsbandalagsins um að bera ábyrgð á dauða 85 þorpsbúa í nágrenni borgarinnar Zliten í loftárásum í gærkvöldi.

Þorpið Majer er í 10 km fjarlægð frá Zliten og segja stjórnvöld að með loftárásunum hafi NATO viljað aðstoða uppreisnarmenn við að komast inn í borgina þar sem stjórnarherinn ræður ríkjum.

Segja þau að þremur sprengjum hafi verið varpað um ellefuleytið í gærkvöldi. Við það hafi fólk forðað sér á hlaupum út af heimilum sínum en þá hafi þremur sprengjum til viðbótar verið varpað. Alls létust 33 börn, 32 konur og 20 karlmenn úr tólf fjölskyldum í árásunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert