Ætlaði að hefna bin Ladens með eitri

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Reuters

Spænska lögreglan hefur í haldi mann, sem grunaður er um að hafa ætlað að eitra drykkjarvatn í landinu til að hefna fyrir drápið á Osama bin Laden. 

Maðurinn, hinn 36 ára gamli Abdellatif Aoulad Chiba, hafði viðað að sér ýmsum efnivið til þess ætluðu að eitra ætti fyrir fólki auk ýmiss fróðleiks á því sviði, en upplýsingar á þessu sviði má finna á svokölluðum „jihadist “vefsíðum.

Á spjallrásum slíkra vefsíðna hafði Chiba látið í ljós áætlanir um að ráðast að „trúleysingjum “með því að eitra drykkjarvatn þeirra. Hann hafði hug á að láta til skarar skriða á vinsælum ferðamannastöðum á Spáni og á tjaldsvæðum.

Á annarri spjallsíðu hafði hann svarið al-Qaeda í Norður-Afríku hollustueið og lét í ljós fyrirætlanir um að hefna dauða bin Ladens og annarra háttsettra al-Qaeda liða.

Auk þessa hvatti hann skoðanabræður sína til að drepa óvini sína; „ráðast að húsum þeirra, eitra vatn þeirra, sprengja verslanir þeirra og þá staði þar sem þeir koma saman“.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert