Illa staddir bankar fari í gjaldþrot

Christine Lagarde
Christine Lagarde Reuters

Það dugar ríkjum heims ekki að draga úr útgjöldum til að standa af sér fjármálakreppuna. Auka þarf hagvöxt og treysta grundvöll banka og fjármálastofnana sem eiga sér lífsvon. Hinum þarf að loka. Þetta er mat Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á forgangsverkefnum ríkisstjórna.

Tilgreinir hún ekki hversu mörgum bönkum þurfi að loka né heldur á hvaða mörkuðum.

Lagarde telur jafnframt að stuðla þurfi að auknu gagnsæi hjá fjármálafyrirtækjum.

Hún hvetur til kerfisbreytinga í ríkisfjármálum og segir að áhrifa þeirra muni ekki gæta fyrst um sinn. Brýnt sé að efla framleiðni, stuðla að hagvexti og örva hagkerfið svo draga megi úr miklu atvinnuleysi í fjölmennum ríkjum. Segir hún að öll ríki heims verði að róa öllum árum að því að auka verðmætasköpunina án tafar.

Má af orðum hennar skilja að nokkur misseri muni líða þar til heimshagkerfið verður búið að auka heimsframleiðsluna nægjanlega til að skuldafjallið verði hlutfallslega minna sem hlutfall af heimsframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Egat Luxe Nuddstóll (svartur eða beige) á 39.000 - Hentar fyrir nuddara, tattú eða það sem þér dettur í hug. www.Egat.is
Egat Luxe Nuddstóll til sölu www.egat.is simi 8626194 egat@egat.is svartur eða ...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...