Mótmælt við sendiráð Ísrael

Við sendiráð Ísrael í Kaíró í kvöld
Við sendiráð Ísrael í Kaíró í kvöld Reuters

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hvetur egypsk stjórnvöld til þess að verja sendiráð Ísraela í Kaíró en fjölmenn mótmæli eru fyrir utan sendiráðið. Einhverjir mótmælendur eru komnir inn í bygginguna.

Obama ræddi við forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, í kvöld og lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu í Kaíró. Sammæltust þeir um að vera í nánu sambandi á næstunni vegna ástandsins í Kaíró. 

Mótmælendur eru komnir inn fyrir öryggishlið sendiráðsins og er búið að draga niður fána Ísraels við sendiráðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert