Fundu 1270 lík í fjöldagröf

Fulltrúar bráðabirgðastjórnarinnar í Líbíu segja, að fundist hafi fjöldagröf þar sem 1270 fangar voru grafnir árið 1996 en þeir voru drepnir eftir að hafa mótmælt aðstæðum í Abu Salim-fangelsinu í Tripoli.

Ibrahim Abu Sahima tilkynnti þetta í dag en hann er formaður nefndar sem hefur yfirumsjón með leit að fórnarlömbum stjórnar Múammars Gaddafis, fyrrverandi einræðisherra. 

Sahima sagði að fjöldagröfin hefði fundist fyrir hálfum mánuði eftir að fyrrverandi embættismenn og vitni að fjöldamorðunum hefðu vísað á hana.

Leitað verður aðstoðar alþjóðlegra réttarmeinafræðinga til að bera kennsl á líkamsleifarnar í gröfinni. 

Herbílar í Líbíu.
Herbílar í Líbíu. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert