Írskir bændur vilja ESB áfram

Írski fáninn
Írski fáninn Reuters

Þrír af hverjum fjórum Írum telja að þeim sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess, þrátt fyrir að þeir hafi litla trú á leiðtogum sambandsins. Sterkastan stuðning við ESB-aðild sýndu bændur en þar töldu 81% aðspurðra að þeim væri betur borgið innan sambandsins en utan og aðeins 17% vildu standa utan þess.

Þetta kemur fram í könnun sem birtist í Irish Times á laugardag. Þar kemur einnig fram að almenningur telur að ríkisstjórnin muni geta komið efnahag þjóðarinnar á rétta braut.

Þegar könnunin er rýnd eftir þjóðfélagshópum kemur í ljós að kjósendur Sinn Féin hafa minnsta trú á ríkisstjórninni.

Þegar kom að mismun á viðhorfum kynjanna til að ESB-aðildar, voru karlmenn frekar fylgjandi en konur sem hneigðust til óvissu hvað varðar sambandið frekar en að telja að betra væri að standa utan þess. Hins vegar virtist almenn óánægja vera með störf leiðtoga ESB óháð aldri, kyni og svæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert