Vilja margfalda björgunarsjóðinn

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy í Brussel.
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy í Brussel. Reuters

Leiðtogar evrusvæðisins eru reiðubúnir að stækka björgunarsjóðinn vegna skuldavanda svæðisins „margfalt“. Ekki verður þó gefin út ákveðin upphæð sem stefnt verði að. Svo hljóðar uppkast sem gert hefur verið að samkomulagi á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem fram fer í kvöld.

Fundur leiðtoga evrusvæðisins hófst kl. 16 í Brussel í dag, en markmið fundarins er að komast að samkomulagi um leiðir til að auka kraft björgunarsjóðsins EFSF, sem nú hljóðar upp á 440 milljarða evra, án þess þó að ríkisábyrgðir verði auknar.

Þá hefur Afp eftir ónafngreindum heimildum að Nicolas Sarkozy hafi á fundinum líst því yfir að hann vildi þiggja aðstoð Kínverja við að styrkja björgunarsjóðinn. Sarkozy hafi í huga að hringja í Hu Jintao, forseta Kína, á morgun til að ræða málið en Kínverjar hafa lýst yfir vilja sínum til aðstoðar við að styrkja varnir evrusvæðisins.  Rússar hafa einnig sagst viljugir til að leggja til fé, en vilja gera það í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fremur en með beinu framlagi í björgunarsjóð ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert