Sölumaður dauðans í fangelsi

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. Reuters

Dómsstóll í New York dæmdi rússneskan vopnasala til fangelsisvistar í dag. Hann var fundinn sekur um að hafa selt hryðjuverkamönnum mikið magn vopna sem ætluð voru til árásar á Bandaríkin. Maðurinn heitir Viktor Bout og hefur verið nefndur „Sölumaður dauðans“ vestanhafs.

Auk þess að vera fundinn sekur um vopnasölu var Bout dæmdur fyrir að vera aðili að samsæri um að drepa bandaríska hermenn og fyrir að hafa selt vopn til að granda flugvélum.

Refsing Bouts hefur ekki verið ákveðin, en hún verður að minnsta kosti 25 ára fangelsisvist, hugsanlega ævilöng.

Saksóknari í málinu segir að vopnamagnið sem Bout var með til sölu hafi samsvarað vopnaeign smáríkis. Hann er talinn hafa útvegað vopn til margra blóðugustu og mannskæðustu átaka síðari ára, meðal annars í Afganistan, Angóla, Kongó og Súdan.

Lögfræðingur hans hefur áfrýjað málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert