Fátækum Dönum fjölgar

mbl.is/Ómar

Þeim Dönum hefur fjölgað, sem eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem danski Rauði krossinn gerði í samstarfi við greiningarfyrirtækið Rambøll.

Formenn Rauða kross félaga víða um landið voru spurðir hvort þeir upplifðu fátækt í sveitarfélögum sínum.

59% þeirra sögðu að fleiri væru nú fátækir en í fyrra. Formaður Rauða krossins í Danmörku, Susanne Larsen, segir í samtali við vefsíðu danska dagblaðsins Jyllands-Posten að þörf sé á að gera frekari rannsóknir á fátækt í landinu.

Stjórnvöld eru þessu sammála, en á næsta ári munu sérfræðingar á þeirra vegum skilgreina fátæktarmörk í Danmörku.

Frétt Jyllands-Posten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert