Vilja enn varðveita evrusvæðið

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að markmið Þýskalands …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að markmið Þýskalands væri að varðveita evrusvæðið í núverandi mynd. Reuter

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, neitaði í dag að stjórnvöld þar í landi undirbyggju endurbætt evrusvæði án þeirra ríkja þar sem skuldavandi hins opinbera er að fara úr böndunum. Sagði hún það markmið Þjóðverja að varðveita evrusvæðið í núverandi mynd.

„Við höfum eitt markmið og það er að koma á stöðugleika á evrusvæðinu eins og það er í dag, gera það samkeppnishæfara og ná jafnvægi í ríkisfjármálum aðildarríkjanna,“ sagði hún við blaðamenn þegar þeir spurðu hvort evrusvæðið ætti að undirbúa að Ítalía gengi úr evrusamstarfinu.

„Við trúum því líka að evrusvæðinu sé fært að endurheimta trúverðugleika, það á við um hvert einasta land,“ sagði kanslarinn enn fremur.

Merkel sagði einnig að það væri afar mikilvægt fyrir trúverðugleika Ítalíu að pólitísk stefna landsins tæki á sig skýra mynd sem fyrst.

Ummæli Merkel þykja benda til þess að Þjóðverjar hafi enn ekki gefist upp á skuldugum nágrönnum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert