Aung San Suu Kyi í framboð

Aung San Suu Kyi ávarpar samkomu á laugardag.
Aung San Suu Kyi ávarpar samkomu á laugardag. Reuters

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, ætlar að bjóða sig fram í aukakosningum sem til stendur að halda á næstunni.

Dagsetning kosninganna hefur ekki verið ákveðin en þar á að kjósa 48 menn á þing landsins.

Flokkur Suu Kyi tilkynnti á föstudag, að hann hefði ákveðið að taka á ný þátt í opinberu stjórnmálalífi landsins en ný stjórn Búrma hefur beitt sér fyrir ýmsum breytingum á stjórnarfari í lýðræðisátt. 

Fyrstu þingkosningar í tvo áratugi voru haldnar í Búrma á síðasta ári. Flokkur Suu Kyi sniðgekk kosningarnar og sagði þær skrípaleik.

Suu Kyi er 64 ára að aldri. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991. Hún sat í stofufangelsi samtals í 15 ár á síðustu tveimur áratugum.

Tilkynnt var á föstudag að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fari í opinbera heimsókn til Búrma í byrjun desember. Verður það í fyrsta skipti í rúma hálfa öld sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert