Hugsanlega olía á Drekasvæðinu

Olíuleitarbúnaður. Mynd úr myndasafni. stækka

Olíuleitarbúnaður. Mynd úr myndasafni. Reuters

Nýjar rannsóknir á hafsbotninum suður af Jan Mayen og á Drekasvæðinu gefa vísbendingar um að þar sé olíu að finna, þar á meðal á þeim hluta svæðisins sem tilheyrir Íslandi.

„Sýnin sem við tókum á hafsbotninum við Jan Mayen eru einstök, en þau elstu eru 260 milljóna ára gömul. Niðurstöðurnar komu okkur á óvart,“ segir Sissel Eriksen, forstjóri rannsóknardeildar norsku olíumálastofnunarinnar, í viðtali við norsku fréttasíðuna geo365.no.

„Við höfðum vonast til að finna svona gamalt berg umhverfis Jan Mayen, en áttum ekkert endilega von á því. Við fundum berg á aldur við það sem hefur fundist á Grænlandi,“ bætir hún við. „Þetta þýðir að við fundum bergtegundir sem gætu innihaldið efni á borð við olíu og gas.“

Rannsóknin var unnin 3.-19. júlí í sumar og var í samstarfi við Orkustofnun. Þeim verður haldið áfram næsta sumar.

Frétt geo365.no

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka
Mahony hillusamstæða til sölu
Hvor um sig er 173 sm á hæð, breidd 110 og 41 sm á dýpt. Verð 20.000 kr. Sími ...
3ja herb. íbúð í Kópavogi til leigu
Falleg ca 90 fm 3ja herb. íbúð fjölbíli með glæsilegt útsýni miðsvæðis. Laus í o...
BMW X1 SPORT 84þkm Diesel Fjórhjóladrif
BMW X1 - Xdrive - Xenon - Diesel 2,3 204 Hö -Ek 84.400 km - Álfelgur - Aðgerðast...
10 stk staflanlegir stál stólar flottir
er með flotta funda-stólaá tíu-þúsund krónur stykkið sími 869-2798...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naud...
Eimskip - vélstjóri á flutningaskip
Önnur störf
Vélstjóri á flutningaskip Hjá Eimskip...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og k...
Lögður: vaktavinna á bónstöð
Önnur störf
VAKTAVINNA BÓNSTÖÐ Einstaklingur með ...