Upptökum af Strauss-Kahn lekið

Upptökur úr öryggismyndavélum á Sofitel hótelinu í New York frá deginum sem Dominique Strauss Kahn var kærður fyrir að beita þernu kynferðisofbeldi voru sýndar í fyrsta sinn í frönsku sjónvarpi í gær. Lögmaður þernunnar segir upptökurnar sýna að hún hafi sagt satt.

Á upptökunum, sem var lekið til BFMTV í Frakklandi, sést m.a. Strauss-Kahn skrá sig út af hótelinu. Þá sést þernan, Nafissatou Diallo, sitjandi á hótelgangi undir eftirliti starfsmanna, eftir að hún sagði frá meintri árás Strauss-Kahn á hótelsvítu hans. Einnig fylgir upptaka frá símtali hótelstarfsmanns sem tilkynnti lögreglu um árásina. Upptökunum fylgir einni stutt myndskeið sem sýnir tvo hótelstarfsmenn faðmast, að því er virðist í fögnuði. Talsmenn hótelsins og lögmaður þernunnar segja þau samskipti ekki tengjast atburðunum.

„Stuttu eftir að Strauss-Kahn stökk upp í gulan leigubíl og yfirgaf svæðið sést Diallo sýna yfirmönnum sínum og öryggisvörðum hótelsins með látbragði hvernig hann ýtti henni niður ganginn og þvingaði hana aftur inn á svítuna," segir í yfirlýsingu frá lögmönnum Diallo. „Engar tilhæfulausar samsæriskenningar geta breytt þessari mikilvægu staðreynd."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert