Krefja flugfélög um skaðabætur

Reuters

Kanadískur dómstóll hefur samþykkt að taka fyrir einkamál sem hópur fólks sem á við offitu að stríða hefur höfðað gegn kanadíska flugfélaginu Air Canada. Er fólkið ósátt við að þurfa að greiða fyrir aukasæti vegna stærðar sinnar.

Lögmannsstofan BGA Barristers & Solicitors LLP segir í tilkynningu að kanadísk flugfélög hafi gert fólki sem glímir við offitu að greiða fyrir tvö sæti allt þar til slíkt var bannað af kanadískum yfirvöldum árið 2008.

Stefnt er að svipaðri lögsókn gegn öðru kanadísku flugfélagi WestJet og er talið að fólkið muni krefjast þess að fá fleiri tugi milljóna Kanadadollara í bætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert