Verkfall á frönskum flugvöllum

Frá Orly-flugvelli í París.
Frá Orly-flugvelli í París. Reuters

Öryggisverðir á flugvöllum í Frakklandi eru í verkfalli, fjórða daginn í röð. Verkfallið hófst á föstudaginn og krafist er bættra starfsskilyrða og launahækkana. Samningaviðræður stóðu yfir í gær, en báru lítinn árangur.

Verkfallið hefur mismunandi áhrif á starfsemi flugvalla. Þannig þurftu farþegar á leið um Charles de Gaulle flugvöll í París að bíða nokkuð eftir ferðum sínum, en verkfallið hafði engin áhrif á flugferðir um Orly flugvöll í París.

Lyon-Saint Exupery flugvöllurinn fór verst út úr verkfallinu, hann er fjórði fjölfarnasti flugvöllur í landinu og um 30% allra flugferða var aflýst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert