Páfi lætur rannsaka skjalaleka

Benedikt páfi XVI.
Benedikt páfi XVI. Reuters

Benedikt páfi XVI. hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir mikið af trúnaðarskjölum úr páfagarði.

Giovanni Maria Vian, einn nánasti samstarfsmaður páfa, segir að rannsóknin muni ná til allrar stjórnsýslu páfagarðs. Angelo Becciu erkibiskup mun stýra rannsókninni, en hann er þriðju háttsettasti embættismaður Vatíkansins.

Becciu sagði í samtali við í blað páfagarðs að lekinn bæri vott um skort á trúnaði og einnig um hugleysi þeirra sem að þessu stæðu.

Í skjölunum sem ítölsk blöð hafa birt er m.a. fjallað um viðbrögð kirkjunnar við ásökunum um spillingu innan Vatíkansins. Þessar ásakanir snerta flestar banka Vatíkansins og störf Tarcisio Bertone kardínála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert