Óttast að eitrað hafi verið fyrir skólastúlkum

Afganskar stúlkur stækka

Afganskar stúlkur Reuters

Yfir eitt hundrað afganskar skólastúlkur voru fluttar á sjúkrahús í dag eftir að þær drukku vatn sem talið er að hafi verið eitrað. Er jafnvel talið að andstæðingar þess að stúlkur gangi í skóla hafi eitrað vatnið.

Stúlkurnar veiktust eftir að hafa drukkið vatn úr vatnsdunk í menntaskólanum í bænum Rustaq í norðausturhluta Takhar-héraðs.

Talsmaður menntamálaráðuneytisins, Abdul Saboor, varar hins vegar við því að draga strax ályktanir um að eitrað hafi verið fyrir stúlkunum. Þær hafi ekki veikst alvarlega og einhverjar útskrifaðar fljótlega af sjúkrahúsinu. Hins vegar liggi enn einhverjar á sjúkrahúsi. Unnið sé að rannsókn málsins.

Afgönskum stúlkum var bannað að ganga í skóla og vinna fyrir sér á skrifstofum á meðan talibanar voru við völd í Afganistan. Þetta breyttist í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna inn í landið seint á árinu 2001. Milljónir afganskra stúlka gengur nú í skóla en ítrekað er ráðist á þær og kennara þeirra af stuðningsmönnum talibana.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
ARCTIK /TRUCK felgur og dekk 265/65 ''17
Til sölu Arcti Trucks felgur og Michelin Cross Terra dekk 265/65 R17 sex gata fe...
Haninn.is kynnir: Seigur S870C til sölu
Seigur S870C - ónotaður árgerð 2011. Aðalvél: Nanni Diesel. Hestöfl: 275. Tæki í...
VESTURBERG
Stúdíó Vesturberg Við Vesturberg 195 ,111 Reykjav...
Burt með undirhökuna
Frábært æfingatæki fyrir undirhökuna, þú sérð árangur á aðrins 3 dögum, sjá meir...
 
Iðnaðarmenn
Iðnaðarmenn
Starf í boði! Þj...
Gullgæsin til sölu
Fyrirtæki
Gullgæsin til sölu Minnsti st...
Löggiltir fasteignasalar
Sölu/markaðsstörf
Getum bætt við okkur 2-3 löggiltum fas...
Múlaradíó
Önnur störf
Múlaradíó ehf. óskar eftir starfsmanni...