Engir peningar til fyrir opinberri þjónustu

Mariono Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
Mariono Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Reuters

Ríkisstjórn Spánar fundaði í dag en þar var stærsta málið samþykkt frekari niðurskurðar í rekstri ríkisins upp á 10 milljarða evra meðal annars í heilbrigðiskerfinu og háskólakennslu auk þess sem vinnustundum kennara verður fækkað.

Haft er eftir forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, að nauðsynlegt sé að grípa til þessara sársaukafullu aðgerða vegna þess að engir peningar séu til hjá spænska ríkinu eins og sakir standa samkvæmt fréttaveg breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag.

„Þetta er nauðsynlegt vegna þess að í augnablikinu eru engir peningar til til þess að greiða fyrir opinbera þjónustu. Það eru engir peningar vegna þess að við höfum eytt svo miklu undanfarin ár. Þannig að við verðum að gera þetta til þess að við getum komist út úr þessari stöðu í framtíðinni,“ sagði Rajoy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert