Fannst látinn í byrgi sínu

Lögreglumenn Washingtonríki fundu í dag lík Pauls Kellers sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og dóttur á táningsaldri. Keller hafði komið sér upp byrgi á fjallasvæði fjörutíu kílómetrum frá Seattle. Þar fannst lík hans og virðist sem Keller hafi svipt sig lífi.

Keller hafði verið leitað síðan á sunnudag en þá fundust lík eiginkonu hans og dóttur á heimili þeirra. Ekki er vitað um ástæðu þess að Keller framdi ódæðið.

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að Keller hafði í um átta ár unnið að byrgi sínu sem nær um sex metra inn í fjallshlíðina. Sérsveitarmenn köstuðu fyrst inn í byrgið táragasi og sprengdu sér svo leið inn í það.

Talið er að Keller hafi svipt sig lífi með byssu fyrir nokkrum dögum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Til sölu
TIL sölu. Bátakerra með plastbát 370 x 80 cm ásamt 6 ha Mariner utanborðsmótor ...
Viltu vita hvað er framundan ?
Spái í tarot og bolla - þeir sem farnir eru segja mér framtíð þína. Tímapantanir...
prjonavörur til sölu
´Prjóna ullarboli gammosíur og ýmislegt fleira , er í mjóddinni mánudaga þriðjud...
 
Innheimta
Tilkynningar
Innheimta vegna afgreiðslu á fundum s...
Frystihús /saltfiskverkun
Fyrirtæki
Frystihús/Saltfisk-verkun ...
Onvk-2015-06 hellisheiðavirkjun
Tilboð - útboð
ONVK-2015-06 / 3.10.2015 ONV 2014/04 / ...
Hlín
Félagsstarf
jHlín 6015092919 VI...