Missir Obama stuðning svartra?

Sú ákvörðun Barack Obama Bandaríkjaforseta að taka opinberlega afstöðu með hjónabandi samkynhneigðra hefur vakið mikla athygli, en ekki eru allir jafnhrifnir. Þar á meðal eru margir kirkjuræknir svartir Bandaríkjamenn sem eru mótfallnir hjónaböndum samkynhneigðra.

Sumir hafa sagt að Obama taki mikla áhættu með yfirlýsingu sinni, svo stuttu fyrir kosningar. Aðrir segja að áhættan sé lítil því hörðustu andstæðingar hjónabands samkynhneigðra hefðu hvort eð er aldrei kosið Obama sama hver afstaða hans væri til málsins.

Svo kann þó að fara að Obama missi stuðning úr hópi svartra kjósenda, sem margir hverjir eru íhaldssamir í trú sinni, ekki síst í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Engu að síður styðja sumar kirkjur svartra réttindabaráttu samkynhneigðra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert